Rallycross

Í dag fór fram fyrsta Rallycross mótið í sumar.

 Mætti karlinn með myndavélina og tók nokkrar myndir


Krónuflokkur
http://m.vefmynd.net/elvarorn/album/lr/rca20090425krona
http://m.vefmynd.net/elvarorn/album/lr/rca20090425krona2

 elvaro-0672


opinn:
http://m.vefmynd.net/elvarorn/album/lr/rca20090425opinn

elvaro-0794

 

 


Unglingur
http://m.vefmynd.net/elvarorn/album/lr/rca20090425ung

 

 

elvaro-0934


elvaro photography

2905786098_93822ab126_mÞá er kallinn búinn að vera á fullu að taka myndir af börnum og í framhaldi af því var sett upp heimasíða til að sýna hluta af afrakstrinum.

Allir eru velkomnir í myndatöku en endilega kíkið á www.heimsnet.is/elvarorn og skoðið.

Endalaust af myndum er líka á flickernum mínum www.flickr.com/elvarorn

 


Drullupollarall - myndir

Keppnin í dag var sannkallað drullumall og hafði einn keppandi leitt loftinntakið upp á þak og inn um hliðarrúðu til að tryggja að ekkert vatn kæmi inn á vélina.

 2892497397_f26a019f99

2893333926_6008609778

2892506925_6865490929

 

 

Fleiri myndir hér:

http://www.flickr.com/photos/elvarorn/sets/72157607534461434/

 


mbl.is Unnu Íslandsmeistaratitil í rallakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skírn og 2 ára afmæli

Stóra stelpan mín átti afmæli á miðvikudaginn og fékk hún veglega afmælisveislu í gær laugardag. Byrjað var á að skíra litlu systir hennar sem fékk nafnið Rebekka Ýr og gestum boðið í hádegisverð þar sem upp á borðum var kjúklingapasta, salat og brauð. Í eftirrétt var svo glæsileg (þó ég segji sjálfur frá) skírnarterta og glæsileg (þó ég segi sjálfur frá) stubba-afmælis-kaka.

Dagurinn hepnaðist í alla staði vel og var dagurinn í dag, sunnudagur, notaður vel í að opna afmælis og skírnar pakka, slaka á og njóta. Þakka Séra Önnu Sigríði fyrir fallega athöfn, Guðforeldrum og öllu því góða fólki sem heiðraði okkur með nærveru sinni.

nokkrar myndir

Fyrst er það Marta Rut í Arsenal treyjunni sinni

2803680835_000caf27f2_m 2803650113_063612b7a2_m

Hérna er fjölskyldan

2815565542_8cbe81e076

Svo af kökunum, sem ég bakaði sjálfur :)

2814716309_87ae2dc7ae_m 2815566660_ed63454ce5_m

 


Alþjóðarallið - myndir

Fullt af myndum frá Alþjóðarallinu á Flickernum mínum

http://www.flickr.com/photos/elvarorn/sets/72157606837870127/

2788596085_031e11e77a

 

Allar upplýsingar um Alþjóðarallið má finna hér: www.rallyreykjavik.net

 


Ísland - Færeyjar og ökufantar

Árlega, og stundum oftar, koma frændur okkar frá Færeyjum til okkar í heimsókn og er þá iðulega haldin keppni á milli þjóðanna. Það eru ekki mörg ár síðan þeir unnu okkur í hverri heimsókn og þurftu ekki að skíla sér á bak við höfðatölu eins og við íslendingar gerum jafnan þegar keppt er við aðrar "stór" þjóðir.

2772711778_e987935808

Vegna anna komst ég einungis til að fylgjast með þriðja og síðasta leggnum sem var haldin á Þingvöllum. Hjólaður voru fjórir rangsælis hringir um þjóðgarðinn og 2km upp brekkuna á lyngdalsheiði.

2771860837_98d41930e0

Það er skemmst frá því að segja að Haffi sigraði í dag og heildarkeppnina en engar breitingar voru á röð efstu manna á milli síðustu sérleiðanna.

2772709566_98d574fa68

Hitti tvo ökufanta á leiðinni eða tvö pör :) annars vegar Danna og Ástu og Utting feðga (held að þeir séu feðgar) en þau voru í leiðarskoðun fyrir Rallý Reykjavík sem verður haldið um næstu helgi.  Þau lentu í miðri hjólreiðakeppni þarna og skemmtileg tilviljun að hitta þau þarna en þau fengu að kynnast því þegar hjólafantarnir mættu þeim niður malbikaða kaflann á lyngdalsheiði á 80-90 km hraða þar sem ráðlagður hraði er 40 km.

IMG_0993copy

En það er nú meira hvað þau eru alltaf ánægð með lífið :) Myndin er hreifð því ég var með vélina stillta til að taka mínar hjólreiðamyndir eins og þessa þar sem ég hef mjög lítinn lokuhraða til að láta bakrunnin vera hreifðan en myndefninu sjálfu fylgi ég eftir til að ná því óhreifðu. Takið eftir hvað dekkin eru fallega hreifð :) mont mont já ég veit.

2772711662_58fc8c53ab

Til gamans má geta að lokuhraðinn fyrir hreifðar hjólreiðamyndir er c.a. 1/80 úr sek en í Rallinu þarf mun meiri hraða, því myndefnið er á meiri hraða en þá nota ég oft 1/200 úr sek. 1/500 úr sek og þá er nánast allt fryst. Hérna er ein rallý mynd til samanburðar en til að monta mig meira þá commentar ljósmyndari frá morgunblaðinu á hana á flickernum :)

2634528881_5eb56e6cd2

http://www.flickr.com/photos/elvarorn/2634528881/in/set-72157605468961466/

 

 

 Jæja nóg í bili

 


Rall undir Jökli

Grein eftir mig birtist í Hann og Hún blaðinu um Snæfellsnesrallið sem haldið var í síðasta mánuði.

Myndir af öllum flottustu tilþrifunum eru að sjálfsögðu birt í blaðinu :)

Ég veit til þess að blaðið fáist í Hagkaupum og er fríblað þannig að endilega hoppið út í búð og smellið ykkur á eintak.

 

Marri og Ásta


Það var enginn sem sagði að módel störf væru dans á rósum

Ég tók svipaða mynd af Mörtu Rut fyrir tveimur árum þegar hún passaði í bindiskörfuna mína. Karfan er minni en þú heldur :) Þá gerði ég þetta á bak við luktar dyr enda hefði betri helmingurinn varla samþykkt að troða þriggja vikna gömlu barni í körfu og taka mynd.

Í dag var dóttir mín þriggja vikna, sátt við lífið svo lengi sem hún fær nóg að súpa, hreina bleyju og knús helst allan liðlangan daginn. Marta Rut á neðri myndinni verður 2 ára 27. ágúst

 

módel

Marta Rut


Húsfeðraorlof

Valdi kaldiEkki það að ég hafi endilega átt það skilið, ég á bara svona góða konu, en við fórum þrír félagar, kokkar og rallýgrúbbíur nr 1 á Ísbjarnaslóðir í Skagafirði.

Lögðum af stað á föstudegi og lentum á Króknum seint um kveld. Skoðuðum innanbæjarleiðina og fundum okkur góðan stað til að slefa yfir bílunum sem framhjá þjóta og taka nokkrar myndir í leiðinni.

Pétur á flugiEldsnemma á laugardagsmorgni var risið á fætur og haldið upp í Mælifellsdal í leit af Rallýbílum en þeir keyrðu fjórum sinnum um dalinn. Á fyrstu leið var haldið á frægan stað í lok leiðar þar sem bílarnir eiga það til að fljúga yfir hæðir. Það var rétt því tilþrifin voru með eindæmum. 

Þegar allir bílarnir höfðu keyrt framhjá var fundinn nýr staður til að mynda og næst var það hlið sem tekið var í nokkuð krappri beigju. Aðal tilþrif dagsins voru þó á innanbæjarleiðinni en það var stutt leið um grifjur og þrönga vegji fyrir ofan bæjinn.

Ásta og SteinunnEftir mjög sólríkan og rykugan dag hvar haldið í sund á Hólum til að þrífa af sér skítinn en þegar við vorum á leiðinni ofan í kom til okkar drengur og tilkynnti okkur að það væri lokað. Skrítið hvernig þetta er í sveitinni en við heimtuðum samt okkar baðtíma enda kom ekki til greina að fara fyrr en allavega helmingur af þreittunni væri liðinn úr kroppnum og brjálaði krakkinn sem öskraði úr sér lungun væri farinn úr klefanum.

Eftir góðan grillmat sem endaði sem pönnusteiktur eftir að kviknaði í grillinu og kútnum var haldið í Grettislaug sem er heit náttúruleg laug þar sem við svömluðum fram yfir miðnætti.

Frábær helgi í góðra vina hópi og hver veit nema þetta verði árlegur viðburður.

Verð svo að nota tækifærið og óska Ástu og Steinunni til hamingju með nýtt og flott útlit á nýja bílnum. Snilld.

Fleiri myndir er að finna hér:

Flickerinn minn: http://www.flickr.com/photos/elvarorn/sets/72157603018171803/

Valdi og Ingi www.valdi.is

Pétur og heimir: http://rally.blog.is/blog/rally/

Kjartan og Óli Þór: www.kappakstur.com

 

 


Litla prinsessan kominn í heiminn

15. júní fæddist lítil prinsessa. Hún vó 4405gr/18 merkur og 52.5 cm.

Þeim mæðgum heilsast vel og stóra fagnar litlu systir sinni en hún verður 2 ára í ágúst.

meira er hægt að skoða þær systur á www.barnanet.is/martarut

 

pabbastelpur

litla systir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband