Takk kærlega fyrir fagmannlega unna frétt um rallý

það var velta í rallý. MBL kýs að sýna mynd af rallybíl frá allt annari keppni í allt öðru landi. MBL kýs einnig að fjalla ekkert um rallið að öðru leiti, engin úrslit, engin saga, ekki neitt.

MBL kaus heldur ekki að fjalla um frækið afrek íslenskra bifreiðasmiða og aðstoðarmanna þeirra rallýkappa sem nánast endurbyggðu bílinn frá grunni, máluðu og merktu upp á nýtt og höfðu hann hreinan og fínan tilbúinn fyrir þá kappa að keyra daginn eftir.

MBL hefði einnig getað sagt svipaða sögu af öðrum bíl sem var velt og var einnig lagfærður á einni nóttu. 

MBL hefði getað sagt fréttina af Sigurvegara Rallsins sem þrátt fyrir að lenda neðarlega á degi 1, vann hann sig upp til að sigra.

MBL hefði einnig getað sagt sorgarsögu þeirra sem leiddu rallið þar til á næst síðustu sérleið að þeir keyrðu út af og töpuðu 17 mínútum og þar með 1 sætinu, reyndar fleiri sætum því þeir lentu í því sjötta.

MBL hefði einnig getað sagt söguna af tveimur ökumönnum sem háðu mikla baráttu í dag upp á þriðja sætið en um morgunin voru þeir á nákvæmlega sömu sekúndunni.

MBL hefði einnig getað sagt frá frábærum akstri Mick Jones oft nefndur MAD MAX sem keyrði á afturhjóladrifnum Escort, 300HP út í hjól og gerði það til að skemmta sjálfum sér og öðrum

Hér er mjög vel fjallað um keppnina

Rallyblogg

 

og hér fyrir neðan eru nokkur myndbönd úr keppninni

 

 

 

 

 


mbl.is Bílvelta í rallkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband