18.6.2012 | 08:02
en að afnema vsk af reiðhjólum
Ef afnema á vsk af rafbílum til að ýta undir notkunn þeirra er mjög sanngjarnt að afnema vsk af reiðhjólum líka þar sem reiðhjól menga minnst af öllum samgöngumátum sem til eru.
Rafbílar menga þónokkuð í framleiðslu og þá sérstaklega á rafhlöðu og mjög mikið í förgun á rafhlöðu sem þarf að gera oft þar sem rafhlaðan lifir ekki bílinn.
Þá þarf auðvitað að afnema vsk af rafhjólum ef vsk verður afnumin af rafbílum.
En fyrst Bubbi vill rafbíl skil ég mjög vel að menn hlaupi til og geri allt sem hann vill en ekki gleyma besta fararskjótanum sem sparar líka heilbrigðiskerfinu stórar upphæðir á ári hverju með hraustara fólki.
Ætla að afnema vask af rafbílum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2012 | 22:53
Fólk sem kann ekki að setja á sig hjálm ætti ekki að tjá sig um hvort hjálmurinn hafi bjargað lífi
Hentist upp og lenti á höfðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2011 | 11:50
Myndir frá Rallinu um helgina
Frábært að sjá að Mbl skuli fjalla um rally
Hér eru fleiri myndir sem ég tók af rallinu
http://valdi.is/is/gallery/frumherjarally_3-4_juni_2011/
Hilmar og Davíð unnu rallmót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2011 | 10:59
Down Hill Video
Down Hill video sem ég tók og klippti saman úr síðustu keppni sem fram fór í öskjuhlíðinni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2010 | 23:32
Takk kærlega fyrir fagmannlega unna frétt um rallý
það var velta í rallý. MBL kýs að sýna mynd af rallybíl frá allt annari keppni í allt öðru landi. MBL kýs einnig að fjalla ekkert um rallið að öðru leiti, engin úrslit, engin saga, ekki neitt.
MBL kaus heldur ekki að fjalla um frækið afrek íslenskra bifreiðasmiða og aðstoðarmanna þeirra rallýkappa sem nánast endurbyggðu bílinn frá grunni, máluðu og merktu upp á nýtt og höfðu hann hreinan og fínan tilbúinn fyrir þá kappa að keyra daginn eftir.
MBL hefði einnig getað sagt svipaða sögu af öðrum bíl sem var velt og var einnig lagfærður á einni nóttu.
MBL hefði getað sagt fréttina af Sigurvegara Rallsins sem þrátt fyrir að lenda neðarlega á degi 1, vann hann sig upp til að sigra.
MBL hefði einnig getað sagt sorgarsögu þeirra sem leiddu rallið þar til á næst síðustu sérleið að þeir keyrðu út af og töpuðu 17 mínútum og þar með 1 sætinu, reyndar fleiri sætum því þeir lentu í því sjötta.
MBL hefði einnig getað sagt söguna af tveimur ökumönnum sem háðu mikla baráttu í dag upp á þriðja sætið en um morgunin voru þeir á nákvæmlega sömu sekúndunni.
MBL hefði einnig getað sagt frá frábærum akstri Mick Jones oft nefndur MAD MAX sem keyrði á afturhjóladrifnum Escort, 300HP út í hjól og gerði það til að skemmta sjálfum sér og öðrum
Hér er mjög vel fjallað um keppnina
og hér fyrir neðan eru nokkur myndbönd úr keppninni
Bílvelta í rallkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2010 | 10:22
Video frá brautinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2010 | 00:58
Nesbyggð-Rallý 2010 - Pétur S. Pétursson
Pétur S. Pétursson og Björn Ragnarsson keyrðu vel á föstudeginnum þar til á sérleið 6 um ökugerði þar sem þeir fóru of hratt um ójafnan kafla sem skemmdi hjólabúnað að framan það mikið að þeir urðu að hætta keppni. Þeir leiddu keppnina fyrir sérleiðina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2010 | 10:48
Video: Xrally eitt flottasta keppnislið í Rallý
Hér er myndband sem ég tók upp og klippti saman af Xrally keppnisliðinu. XRally liðið keyrir Mitsubishi EVO X og þaðan er nafnið dregið. Aðalsteinn G. Jóhannson og Heimir Jónsson stóðu sig mjög vel í Vorrallý BÍKR þrátt fyrir ýmis vandræði með bílinn sem oft fylgir nýjum bílum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2010 | 09:11
Video: Helgi Berg hjólar niður Vífilstaðahlíð
Helgi Berg Hjólaði hraðast allra niður vífilstaðahlíð 5. júní 2010.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2010 | 19:24
Hjólreiðakeppni á Þingvöllum
Hjólreiðakeppni á götuhjólum fór fram á Þingvöllum í dag við ágætar aðstæður. Keppnin fór rólega af stað og eftir fár tilraunir til að slíta sig frá hópnum tók Pétur af skarið þegar þriðji hringur var að hefjast. Hákon fór með honum og náðu þeir 50sek forystu þegar mest var. Hafsteinn Ægir tók svo af skarið og Davíð Þór fylgdi á eftir. Þeir náðu þeim í lok þriðja hrings en Davíð þurfti að hætta keppni. Það voru því þremenningarnir Hafsteinn, Pétur og Hákon sem hjóluðu síðasta hringinn og höfðu Árni, Milo, sigurgeir og Gunnlaugur ekki það sem þurfti til að brúa bilið.
Þakka að lokum Albert kærlega fyrir aksturinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)