MBL að drukkna í fótbolta

Jæja enn og aftur þarf ég að væla.

Sendi mynd og grein á mbl.is í morgun en mbl.is hefur greinilega ekki áhuga. Ég skil það fullvel að fótbolti sé sérstaklega vinsæll núna þegar EM er á fullu en það má ekki gleyma öðrum íþróttagreinum.

Annað sem mér finnst sérstaklega skemmtilegt að sjá er að á Íþróttasíðu mbl.is er að finna sér dálka fyrir fótboltafréttir, formulu-1 fréttir og gólf fréttir. Svo er dálkur fyrir aðrar íþróttir og viti menn, þar er allt morandi í fótboltafréttum. jæja það verður að hafa þetta.

hérna er greinin sem ég sendi og myndin.

47 keppendur tóku þátt í Heiðmerkuráskoruninni sem fram fór í gærkvöldi.
Keppnin er hugsuð fyrir hinn almenna hjólreiðamann og voru A og B leið i boði, 24km og 12km sem hjólaðir voru um vegi og stíga Heiðmerkur.
Árni Már Jónsson sigrði nokkuð auðveldlega í 24km keppninni og hjólaði hann leiðina á 55 mín og 41 sek.Hákon Hrafn Sigurðsson hafnaði í öðru sæti á tímanum 60 mín og 21 sek. Birkir Marteinsson kom rétt á eftir eða á tímanum 60mín og 46 sek.
B flokkur sem hjólaði 12 km varð vinsæll en keppni þar var ansi hörð. Það var svo Bragi Thoroddsen sem sigraði á tímanum 33 mín og 19 sek, Ólafur Baldursson á tímanum 33 mín og 29 sek og Kristján Guðnason í þriðja á 33 mín og 33 sek.
Árni Már sigraði auðveldlega

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Elvar þetta er alveg svakalega flott mynd hjá þér eins og ég sagði á LMK líka,

 En varðandi MBL þá er þetta að breitast ég var t,d, að mynda skylmingar um daginn og svo hefur aðeins verið fjallað um frjálsar, það er altaf amk þryggjadálka frétt um rally í blaðinu eftir hverja keppni. reindar ekki á íþróttasíðunum.

En ástæðan fyrir því að MBL hafði ekki áhuga á þessari frábæru mynd hjá þér var sú að Kristinn Ingvarsson myndaði þetta og það birtist fjöguradálka mynd í blaðinu daginn eftir.

Ég er mjög spentur að sjá hvernig íþróttasíðurnar eiga eftir að þróast sérstaklega ef við fáum að sjá fleirri íþróttir

 Kveðja hag

hag (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 12:03

2 Smámynd: Elvar Örn Reynisson

Jæja flott er, aðalatriðið er að sýna frá þessu en ég hef ekki séð neitt á mbl.is

En algjör er óþarfinn að birta fótboltafréttir undir dálknum "aðrar íþróttir" :)

og takk aftur fyrir komment

Elvar Örn Reynisson, 28.6.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband