30.5.2010 | 19:24
Hjólreiðakeppni á Þingvöllum
Hjólreiðakeppni á götuhjólum fór fram á Þingvöllum í dag við ágætar aðstæður. Keppnin fór rólega af stað og eftir fár tilraunir til að slíta sig frá hópnum tók Pétur af skarið þegar þriðji hringur var að hefjast. Hákon fór með honum og náðu þeir 50sek forystu þegar mest var. Hafsteinn Ægir tók svo af skarið og Davíð Þór fylgdi á eftir. Þeir náðu þeim í lok þriðja hrings en Davíð þurfti að hætta keppni. Það voru því þremenningarnir Hafsteinn, Pétur og Hákon sem hjóluðu síðasta hringinn og höfðu Árni, Milo, sigurgeir og Gunnlaugur ekki það sem þurfti til að brúa bilið.
Þakka að lokum Albert kærlega fyrir aksturinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.