Færsluflokkur: Íþróttir

Down Hill Video

Down Hill video sem ég tók og klippti saman úr síðustu keppni sem fram fór í öskjuhlíðinni.

 


Video: Xrally eitt flottasta keppnislið í Rallý

Hér er myndband sem ég tók upp og klippti saman af Xrally keppnisliðinu. XRally liðið keyrir Mitsubishi EVO X og þaðan er nafnið dregið. Aðalsteinn G. Jóhannson og Heimir Jónsson stóðu sig mjög vel í Vorrallý BÍKR þrátt fyrir ýmis vandræði með bílinn sem oft fylgir nýjum bílum.

 


Video: Helgi Berg hjólar niður Vífilstaðahlíð

Helgi Berg Hjólaði hraðast allra niður vífilstaðahlíð 5. júní 2010.


MBL að drukkna í fótbolta

Jæja enn og aftur þarf ég að væla.

Sendi mynd og grein á mbl.is í morgun en mbl.is hefur greinilega ekki áhuga. Ég skil það fullvel að fótbolti sé sérstaklega vinsæll núna þegar EM er á fullu en það má ekki gleyma öðrum íþróttagreinum.

Annað sem mér finnst sérstaklega skemmtilegt að sjá er að á Íþróttasíðu mbl.is er að finna sér dálka fyrir fótboltafréttir, formulu-1 fréttir og gólf fréttir. Svo er dálkur fyrir aðrar íþróttir og viti menn, þar er allt morandi í fótboltafréttum. jæja það verður að hafa þetta.

hérna er greinin sem ég sendi og myndin.

47 keppendur tóku þátt í Heiðmerkuráskoruninni sem fram fór í gærkvöldi.
Keppnin er hugsuð fyrir hinn almenna hjólreiðamann og voru A og B leið i boði, 24km og 12km sem hjólaðir voru um vegi og stíga Heiðmerkur.
Árni Már Jónsson sigrði nokkuð auðveldlega í 24km keppninni og hjólaði hann leiðina á 55 mín og 41 sek.Hákon Hrafn Sigurðsson hafnaði í öðru sæti á tímanum 60 mín og 21 sek. Birkir Marteinsson kom rétt á eftir eða á tímanum 60mín og 46 sek.
B flokkur sem hjólaði 12 km varð vinsæll en keppni þar var ansi hörð. Það var svo Bragi Thoroddsen sem sigraði á tímanum 33 mín og 19 sek, Ólafur Baldursson á tímanum 33 mín og 29 sek og Kristján Guðnason í þriðja á 33 mín og 33 sek.
Árni Már sigraði auðveldlega

Fyrsta rally ársins

Team Seastone þversum.Ljósmyndun er eitt af mínum helstu áhugamálum og fór ég á Djúpavatnsleið á föstudag til að fylgjast með og taka myndir. Það var erfitt að velja stað þar sem rigning á hlið úr suðri gékk yfir auk þoku. Ég fann stað þar sem voru nokkrar beygjur og ég gat verið aðeins undan rigningunni til að linsan yrði ekki doppótt af regni.

Náði alveg ágætum myndum en ekkert dramatískt gerðist nema Team Seastone fór næstum því þversum í beygjunni.

Vinnufélagi minn og Íslandsmeistari frá því í fyrra í 2000cc og 1600cc flokki landaði öðru sæti MMC EVO 6 í N flokki.

 

 

Pétur og Heimir að keppni lokinniÉg var mestmegnis að æfa mig í að pana eða fylgja hlut eftir eins og það kallast á Íslensku. Þá er markmiðið að hafa bakrunnin hreifðan en viðfangsefnið (bílinn) alveg kurran að fráskildum dekkjunum. Flestir keyrðu örugglega í gegnum kaflann sem ég var á, einn og einn sem rendi afturhlutanum örlýtið út úr beigjunni með tilheyrandi grjótkasti og drullu.

Hugsanlega besta myndin eða pan myndin er eftir keppnina en ég komst á Skódanum mínum (fourwheel mar) á mettíma af Djúpavatnsleið til að ná myndum af þeim þegar þeir keyrðu heim á leið.

 

Parc FreméKíkti svo örstutt á Hafnarfjarðarbryggju til að leita fregna af keppninni. Var ánægður að sjá nýja bílinn þeirra Péturs og Heimis í heilu lagi þar sem maður hefur fengið fregnir af því hversju margir vinnutímar liggja á bak við svona bíl.

 

 

 

Kjartan og ÓlafurHinn vinnufélaginn Kjartan keypti Íslandsmeistarabílinn (1600) af Pétri og gékk honum ágætlega  fyrri daginn en ég hef ekki séð úrslit frá því í dag.

Það verður spennandi að fylgjast með öllum þessum flottu bílum í sumar.

 

Fleiri myndir og stærri á

http://www.flickr.com/photos/elvarorn/


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband